Grindavík tapaði fyrir norðan, hreinn úrslitaleikur um að komast í úrslitakeppnina
Kvennalið Grindavíkur fór sneypuför í Skagafjörðinn í gærkvöldi, þegar liðið mætti Tindastóli. Tap varð niðurstaðan eftir framlengdan leik, 88-85.
Tindastóll byrjaði betur og leiddi í hálfleik með átta stigum, 43-35. Grindavík náði með góðum fjórða leikhluta að jafna leikinn og því þurfti að framlengja. Þar hafði Tindastóll betur og Grindavík missti því af tækifærinu á að geta komið sér upp í annað sæti B-deildar, og enda þar með í sjöunda sæti þegar kemur að úrslitakeppninni.
Sem fyrr var Daisha Bradford atkvæðamest í liði Grindavíkur, skoraði 28 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Ísabella Ósk Sigurðardóttir skilaði 16 framlagspunktum með tvennu (11 stig og 10 fráköst), og Sofie Tryggedson var líka með 16 framlagspunkta (10 stig og 10 fráköst).
Grindavík er í fjórða sæti, níunda í heildina en mætir liði Hamars/Þórs Þ í lokaumferðinni en þetta sameiginlega lið er einmitt í þriðja og áttunda sætinu. Með sigri fer Grindavík upp fyrir Hamar/Þór Þ og hreppir áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Þessi mikilvægi leikur fer fram 26. mars en áður en til þess leiks kemur mætir lið Grindavíkur í bikarvikuna í Laugardalshöllinni og eiga harma að hefna síðan í fyrra þegar þær töpuðu fyrir Þór Akureyri, liðin mætast aftur í undanúrslitum.