Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar bæta við sig útlendingi
Kyle, t.v. í leik með enska landsliðinu.
Föstudagur 29. janúar 2021 kl. 10:23

Njarðvíkingar bæta við sig útlendingi

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Kyle Johnson um að leika með Domino’s deildarliði félagsins. Hann er 195 cm og leikur í minni framherja stöðunni. Kyle lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og skilaði þar 13,9 stigum og 5,2 fráköstum að meðaltali í leik.

Kyle hefur þess utan leikið með breska landsliðinu undanfarin ár. Ekki liggur fyrir hvenær kappinn verður klár í slaginn en vonast er til þess að það geti orðið sem fyrst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Maciej Baginski einn af lykileikmönnum verður frá allt að næstu 12 vikurnar og leikjaálagið mikið á næstu misserum. Af þeim sökum ákvað stjórn í samráði við þjálfara liðsins að þétta raðirnar með reyndum leikmanni í baráttunni sem framundan er, segir á heimasíðu UMFN.