Njarðvíkingar komnir með Kana
Fyrrum leikmaður Stjörnunnar
Njarðvíkingar hafa samið við Jeremy Atkinson um að klára tímabilið með liðinu í Domino's deild karla. Njarðvíkingar höfðu verið í vandræðum eftir að Michael Craig fékk ekki atvinnuleyfi vegna þess að hann var á sakaskrá. Karfan.is greinir frá þessu. Atkinson lék með liði Stjörnunnar í fyrra þar sem hann reyndist Njarðvíkingum erfiður.
„Við þekkjum vel til Atkinson eftir að hafa barist við hann í úrslitakeppninni s.l. tímabil, vitum hvað hann getur og erum spenntir að fá hann til liðs við okkur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson í viðtali við Karfan.is. Njarðvíkingar eiga stórleik fyrir höndum en þeir heimsækja Keflvíkinga á föstudag.