Sextánda minningarmót Ragnars Margeirssonar í Reykjaneshöllinni
Minningarmót Ragnars Margeirssonar knattspyrnumanns var haldið í sextánda sinn í Reykjaneshöllinni síðasta laugardag. Margar eldri knattspyrnustjörnur spreyttu sig en S-sigurvegarar í eldri flokki var liðið Sífullir en í yngri flokki vann 2. flokkur Keflavíkur. Tólf lið mættu til leiks og afrakstur mótsins rann til fjölskyldu Grétars Einarssonar, knattspyrnumanns, sem lést á síðasta ári.
Oldboys Keflavíkur og Víðis stóðu fyrir mótinu sem þótti heppnst vel. Hilmar Bragi leit við og tók myndir
Eins og sjá má á myndunum í Reykjaneshöllinni drógu menn ekkert af í baráttunni. Alls kyns spyrnur og boltafjör hjá gömlum kempum.