Sveindís Jane og félagar vörðu titilinn með öruggum sigri á Freiburg
Sveindís Jane Jónsdóttir og lið hennar, Wolfsburg, var rétt í þessu að tryggja sér þýska bikarmeistaratitilinn annað árið í röð.
Wolfsburg komst yfir á 4. mínútu en Freiburg jafnaði skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks (4'). Sveindís var í byrjunarliði í dag en henni var skipt út af í hálfleik í stöðunni 1:1.
Wolfsburg gerði út um leikinn í seinni hálfleik með þremur mörkum (57' 84' og 90') án þess að andstæðingarnir næðu að svara. Lokatölur því 4:1 fyrir bikarmeisturum Wolfsburg.