Max 1
Max 1

Íþróttir

Víðismenn verja ekki titilinn – Suðurnesjaliðin úr leik
Markús Máni gerði vel þegar hann skoraði jöfnunarmark Víðis í gær. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2024 kl. 10:30

Víðismenn verja ekki titilinn – Suðurnesjaliðin úr leik

Öll Suðurnesjaliðin féllu úr leik í fyrstu umferð Fótbolti.net-bikarkeppninnar í gær. Víðismenn, ríkjandi meistarar, urðu að láta í minni pokann þegar þeir töpuðu fyrir Haukum. Reynismenn héldu á Sauðárkrók og töpuðu þar fyrir Tindastóli og RB tapaði fyrir KF í sjö marka leik. Þá tapaði Þróttur stórt fyrir KFG.

Víðir - Haukar 1:3

Víðismenn voru betri í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að skora. Að vísu skoraði Bessi Jóhannsson mark á tíundu mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Haukar tóku forystu undir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu marki utan teigs (43') og leiddu því í hálfleik.

Í seinni hálfleik héldu heimamenn áfram að vera betri aðilinn og uppskáru loks mark þegar Markús Máni Jónsson fékk sendingu inn fyrir vörn Hauka. Hann gerði vel með tvo menn í sér, lék inn í teig og jafnaði leikinn (52').

Örugg afgreiðsla hjá Markúsi Mána.

Eftir markið fóru gestirnir að komast betur inn í leikinn og sækja meira en Víðismenn héldu sínu striki og áttu ágætis rispur en markvörður Hauka varði það sem kom á markið.

Þegar venjulegur leiktími var liðinn skoruðu gestirnir annað mark sitt sem var af ódýrari gerðinni. Þá voru Víðismenn að verjast sókn Hauka en boltinn barst inn á markteig til Birkis Brynjarssonar sem var aleinn og óvaldaður og hann stýrði boltanum í netið (9'+2). Birkir innsiglaði svo sigurinn áður en leikurinn var flautaður af (90'+6).

Annað mark Hauka kom snemma í uppbótartíma.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, kíkti á leik Víðis og Hauka og má sjá myndasafn neðst á síðunni.


Tindastóll - Reynir 2:0

Mörk Tindastóls: David Bjelobrk (36') og Arnar Ólafsson (47').


RB- KF 3:4

Það má segja að RB hafi byrjað leikinn vel en staðan var 3:0 í hálfleik fyrir heimamönnum með mörkum frá Adil Kouskous (12' og 31') og Gabriel Simon Inserte (19').

Alger viðsnúningur var í seinni hálfleik en þá skoruðu gestir í fjórgang, sigurmarkið kom í uppbótartíma (90'+5).


KFG - Þróttur 6:1

Þróttarar sáu ekki til sólar í gær og heimamenn komust í 5:0 áður en Eiður Baldvin Baldvinsson skoraði loks fyrir Vogamenn (87'). Það var skammgóður vermir því KFG skoraði sjötta mark sitt mínútu síðar og fóru með sigur af hólmi.

Víðir - Haukar (1:3) | Fótbolti.net-bikarinn 19. júní 2024