RNB atvinna
RNB atvinna

Mannlíf

DJÄSS og Björn Atle Anfinsen leika lög Gunna Þórðar í djassútsetningum
Mánudagur 17. mars 2025 kl. 16:00

DJÄSS og Björn Atle Anfinsen leika lög Gunna Þórðar í djassútsetningum

Það verða áhugaverðir tónleikar í boði á Tónleikaröð Ellýjar þann 20. mars næstkomandi þegar tríóið DJÄSS gerir sér ferð í bítlabæinn og djassar upp lög eftir Gunna Þórðar.

DJÄSS er skipað Karli Olgeirssyni, Kristni Snæ Agnarssyni og Jóni Rafnssyni og hefur skapað sér nafn og sérstöðu með djassútsetningum á íslenskum rokk-, pönk- og dægurlögum. Sérstakur gestur á þessum tónleikum verður sænsk/íslenski trompetleikarinn Björn Atle Anfinsen.

VF Krossmói
VF Krossmói

Dagskrá tónleikanna mun samanstanda af nýrri tónlist frá DJÄSS, sem eru útsetningar við lög Gunnars Þórðarsonar, í bland við tónlist eftir Björn Atle og væntanlega fær eitthvað af lögum af fyrri plötum tríósins að fljóta með.

Tónleikarnir verða haldnir í Bergi fimmtudaginn 20. mars og hefjast klukkan 20.

Gengið inn um dyr tónlistarskólans.

Enginn aðgangseyrir á viðburðinn og öll velkomin.

Nánar um viðburðinn hér!