Jólastemmning á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga stóð fyrir sérstakri jólaopnun á kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Í safnbúðinni, gömlu Verzlun Þorláks Benediktssonar, eru til sölu ýmsar vörur og gjafavara sem eru tilvaldar til jólagjafa.
Þar eru m.a. til sölu vitarnir fimm í Suðurnesjabæ sem hafa verið steyptir í kerti, handgerðir rostungar, tréverk eftir Begga, handsmíðað skart frá Runo, tréseglar og hengi frá ÓS Handverk og ýmislegt annað. Einnig súkkulaði frá Anne Lise og harðfiskur frá Stafnesi.
Þrátt fyrir að það blés hraustlega lét fólk það ekki aftra sig í að kíkja á safnið og komast í smá jólastemmningu.
Þá léku Sibba og Kári ljúfa jólatóna í tilefni aðventunnar.