Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Jólatréð tendrað í Aðventugarðinum
Fimmtudagur 5. desember 2024 kl. 10:45

Jólatréð tendrað í Aðventugarðinum

Jólaandinn sveif yfir vötnum í Reykjanesbæ þegar kveikt var á ljósunum á jólatrénu í Aðventugarðinum á fyrsta í aðventu.

Áður en tendrað var á ljósunum var boðið upp á aðventugöngu í nágenni Aðventugarðsins. Í miðri göngunni var LED-húllasýning en þegar komið var aftur eftir göngu í skrúðgarðinn tók Fjóla, frænka Grýlu, við ásamt einum af jólasveinunum sem kunni greinilega á gítar og einnig að syngja.

Um næstu helgi, 7.-8. desemeber, verður formleg opnun á Aðventugarðinum með lifandi dagskrá kl. 14–17 allar helgar til jóla og kl. 18–21 á Þorláksmessu. Þá hefur aðventusvellið í skrúðgarðinum opnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024