Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mjög meðvituð um heilsusamlegan lífsstíl
Laugardagur 16. nóvember 2024 kl. 07:33

Mjög meðvituð um heilsusamlegan lífsstíl

– segir Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir, teymisstjóri heilsueflandi móttöku á heilsugæslunni en þar fer fram margvísleg þjónusta vegna sjúkdóma sem margir tengja við lífsstíl í nútímasamfélagi.

Á heilsugæslunni er víðfem þjónusta, meðal annars heilsueflandi móttaka, sykursýkismóttaka, þjónusta við eldra fólk og þá sem glíma við offitu. Þá er augnbotnamyndataka nýjung á heilsugæslunni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir er teymisstjóri heilsueflandi móttöku.

„Já, þetta er ansi fjölbreytt hjá okkur. Sykursýkismóttaka hefur verið starfandi síðan 2001. Við erum við með um tólf hundruð manns í eftirliti. Þar kemur fólk með sykursýki; týpu eitt og týpu tvö, margir með insúlíndælur sem við erum að setja upp og einnig margir bara með sykurnema, sem eru í insúlínmeðferð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það sem er nýtt í okkar þjónustu er augnbotnamyndataka, sem við erum með í samstarfi við Retina Risk og þeir gráða myndirnar fyrir okkur. Þetta var eiginlega það sem vantaði upp á heildræna þjónustu hjá okkur því við erum að fylgjast með tilkomu fylgikvilla. Okkur vantaði þetta, þetta var svona laus endi sem við þurftum að biðja fólk að fara með til augnlæknis og sumir gerðu en aðrir ekki, eins og gengur.

Svo erum við með móttöku fyrir einstaklinga sem lifa með offitu og þar er að koma inn mikið af nýju fólki sem er að hefja meðferð, svo eru aðrir sem eru jafnvel búnir að fara í efnaskiptaaðgerðir og fleira. Það er fólk sem þarf líka að koma inn í eftirfylgd, þetta eru allt langvinnir sjúkdómar sem þarf í rauninni að fylgja eftir alla ævi. Síðan erum við með þjónustu fyrir eldra fólk, þar erum við að taka stöðuna á heilsufari, lyfjameðferðum, þörf fyrir meiri þjónustu, bæði félags- og hjúkrunarþjónustu og jafnvel að sækja um hjálpartæki heim.“

Offita er vaxandi vandamál

„Það sem er á döfinni hjá okkur núna er að fara af stað með móttöku fyrir börn sem lifa með offitu. Lýðheilsuvísar hafa sýnt að þörfin er mjög mikil og við erum á fullu í þeirri vinnu, það sem hefur helst verið er að það vantar starfsfólk til að vinna það, og svo höfum við áhuga fyrir að fara af stað líka fyrir sjúklinga með lungna- og hjartasjúkdóma. Þetta eru langtímasjúkdómar þannig að meðferðin er hugsuð til lengri tíma.“

Eru tengingar á milli þessara sjúkdóma, t.d. offitu og sykursýki?

„Jú, það eru tengingar af því leytinu til að sykursýki getur verið fylgikvilli þess að vera of þungur. Það er röð af fylgikvillum og þetta er einn af þeim. Þyngdin getur oft skipt máli í meðferðinni, af því að sjúkdómurinn getur versnað ef að sjúklingurinn þyngist of mikið og aftur lagast við það að léttast. Þannig að tengingarnar eru víða en ekki alveg eins og oft hefur verið talað um. Sykursýki tvö er ekki áunnin sjúkdómur, þetta er í genunum okkar og getur komið upp við ýmiss konar aðstæður, t.d. við að lenda í áfalli eða þyngjast mikið.“

En offita og offita barna er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi.

„Þetta er vaxandi vandamál um allan heim og í nútímasamfélagi. Þessir lýðheilsuvísar sýna að við stöndum sérlega illa þarna, eða á maður að segja að sjúkdómurinn er algengari hér en annars staðar og mikil þörf á að grípa þar inn í. Við höfum verið í samtali við heilsuskólann á Landspítalanum og þau eru boðin og búin að aðstoða okkur á allan hátt varðandi þetta. Þannig að þetta er áskorun sem við ætlum að fara í.“

Hefur þetta verkefni verið lengi í gangi?

„Já, við erum eiginlega búin að vera að undirbúa okkur þannig að við höfum margar fagstéttir innan stofnunarinnar sem hafa komið þarna að borði til að skoða hvernig staðan er hjá okkur, hvað getum við gert. það er eins og mæðraverndin og ungbarnaverndin, skólahjúkrun, sálfræðingar, barnalæknir, hjúkrunarfræðingar og næringarfræðingur sem hafa komið að þeirri undirbúningsvinnu. Við erum búin að vera að leggja grunn að og viða að okkur upplýsingum og hvað getum við gert, þverfaglega. Og í teymi í heilsueflandi móttöku eru læknar, hjúkrunarfræðingar,