Nemendur taka þátt í umhverfisráðstefnu
Fjórir nemendur í 8. bekk Stóru-Vogaskóla fara nk. föstudag ásamt kennara sínum, Þorvaldir Erni Árnasyni, á vísindamót í Eistlandi. Þar munu nemendur og kennarar frá átta löndum dvelja saman í fögru umhverfi í 4 daga á eins konar ráðstefnu þar sem þeir bera saman bækur sínar, rannsaka umhverfið og bregða á leik.
Mót þetta er liður í GLOBE-verkefninu sem um 100 þjóðir taka þátt í að frumkvæði Bandaríkjamanna. Mótið fer fram upp í sveit en að auki hefur hópurinn 3 daga til að skoða hina fornu höfuðborg landsins, Tallin. Auk Vogabúanna fara 2 kennarar og 2 nemendur frá Vestmannaeyjum.
Síðastliðinn vetur hófu nemendur Stóru-Vogaskóla að mæla og skrá veður og nokkra eðlisþætti í Vogatjörn og sjónum, auk þess sem fylgst var með vorkomu með því að skrá hvenær brum á trjám sprungu út. Öll gögn eru skráð í miðlægan gagnagrunn á netinu. Hægt er að kynna sér verkefnið og gögn frá þátttökuskólunum á slóðinni www.globe.gov
Nokkur fyrirtæki og Vatnsleysustrandarhreppurinn styrkja ferðina myndarlega Að auki fengu nemendur fjölda hreppsbúa til að heita á sig peningaupphæð ef þeim tækist að skrá veðrið við Stóru-Vogaskóla í allt sumar og koma gögnunum inn á netið. Það tókst og vill hópurinn flytja velunnurum sínum bestu þakkir.
Mót þetta er liður í GLOBE-verkefninu sem um 100 þjóðir taka þátt í að frumkvæði Bandaríkjamanna. Mótið fer fram upp í sveit en að auki hefur hópurinn 3 daga til að skoða hina fornu höfuðborg landsins, Tallin. Auk Vogabúanna fara 2 kennarar og 2 nemendur frá Vestmannaeyjum.
Síðastliðinn vetur hófu nemendur Stóru-Vogaskóla að mæla og skrá veður og nokkra eðlisþætti í Vogatjörn og sjónum, auk þess sem fylgst var með vorkomu með því að skrá hvenær brum á trjám sprungu út. Öll gögn eru skráð í miðlægan gagnagrunn á netinu. Hægt er að kynna sér verkefnið og gögn frá þátttökuskólunum á slóðinni
Nokkur fyrirtæki og Vatnsleysustrandarhreppurinn styrkja ferðina myndarlega Að auki fengu nemendur fjölda hreppsbúa til að heita á sig peningaupphæð ef þeim tækist að skrá veðrið við Stóru-Vogaskóla í allt sumar og koma gögnunum inn á netið. Það tókst og vill hópurinn flytja velunnurum sínum bestu þakkir.