Nýtt lag með elektró pönk-rokk tvíeykinu Monstra
Monstra hefur gefið út sitt annað lag, „Blossoming“, sem er eitt af lögunum sem munu prýða komandi hljómplötu þeirra en Monstra er með fleiri lög í bígerð og stefna á að gefa út EP-plötu á árinu.
„Elektró pönk-rokk tvíeykið Monstra gaf út lagið „Nobody“ í júlí á á síðasta ári og er því komin tími á nýtt lag,“ segir í tilkynningu frá þeim Alexöndru og Hildi.
„Við ætluðum að vera löngu búnar að gefa þetta út en lífið tekur mann stundum í aðra átt og frestaðist því útgáfan á laginu aðeins. Við erum ekkert smá spenntar að deila þessu loksins með heiminum,“ segir Alexandra.
Þær sáu sjálfar um innspilun á laginu í sitthvoru heimastúdíóinu þar sem Alexandra er búsett í Svíþjóð en hún sá svo um útsetningu og hljóðblöndun.
Hildur samdi lagið og textann og fjallar það um að vera fastur á litlausum stað og þrá að kynnast öllu litrófi lífsins. „Ég hugsaði textann út frá því að fæðast á stað sem væri grár, dimmur, litlaus og kaldur en svo myndu náttúruöflin, s.s. vindurinn, feykja mér á betri stað,“ segir Hildur um lagið Blossoming sem má hlusta á ímeð því að smella á myndina hér að neðan.
Monstra þakkar Ólafi Erni Arnarsyni fyrir notkun á verki fyrir lagaumslagið og er hægt að sjá fleiri frábær verk eftir hann hér.
Facebook: https://www.
Instragram: https://www.
Tengill á heimasíðu hönnuðar lagaumslagsins: https://arnarson-sehmer.art/
Víkurfréttir ræddu við Hildi Hlíf, annan helming tvíeykisins Monstra, á síðasta ári en hún var verkefnastjóri Hughrif í bæ sem lífgaði heldur betur upp á Reykjanesbæ. Hildur sagði okkur frá verkefninu og talaði um tónlistina og Monstra.