Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vel mætt á bókmenntakvöld í Suðurnesjabæ
Laugardagur 30. nóvember 2024 kl. 07:49

Vel mætt á bókmenntakvöld í Suðurnesjabæ

Þrír rithöfundar voru gestir á bókamenntakvöldi Suðurnesjabæjar 18.nóvember. Hallgrímur Helgason rithöfundur leiklas frábærlega upp úr nýjustu skáldsögu sinni Sextíu kíló af sunnudögum. Kristín Svava Tómasdóttir rithöfundur sagði frá og las upp úr ævisögu Dunu, Guðnýjar Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu, m.a. ýmsar skemmtilegar sögur um atvik við undirbúning og gerð nokkurra kvikmynda Dunu.

Þórarinn Eldjárn rithöfundur las rímur úr nýrri rímnabók sinni Dótarímur og kynnti að auki tvær nýjar bækur, 100 kvæði og barnabókina Hlutaveikin.

Gestir sem fjölmenntu spurðu höfunda margra spurninga sem var greiðlega svarað og gáfu innsýn í ritstörfin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bókmenntakvöldið er hluti viðburða „Kynning á bókmenntaarfinum“ sem er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Suðurnesjum, styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.