RNB ráðhús
RNB ráðhús

Mannlíf

Vildi fræðast meira um Jesú
Laugardagur 15. mars 2025 kl. 06:05

Vildi fræðast meira um Jesú

Ágúst Fannar Ástþórsson fermist í Keflavíkurkirkju 4. maí:

Hvað þýðir fermingin fyrir þig og af hverju ákvaðst þú að fermast?

Fyrir mér þýðir ferming að staðfesta skírnina. Ég ákvað að fermast því ég er trúaður og vildi fræðast meira um Jesú krist.

VF Krossmói
VF Krossmói
Hvernig hefur undirbúningurinn verið og hvað hefur verið skemmtilegast við hann?

Það hefur gengið vel og það var skemmtilegast þegar við fórum í Vatnaskóg.

Hvers hlakkar þú mest til á fermingardaginn sjálfan?


Ég hlakka til altarisgöngunnar og að hitta allt fólkið mitt.

Ef þú gætir fengið hvaða gjöf sem er í fermingargjöf, hvers myndir þú óska þér?

Ferð til útlanda á fótboltaleik hjá Liverpool eða fara á tónleika.

Hvernig heldurðu að þú eigir eftir að muna eftir þessum degi þegar þú lítur til baka eftir nokkur ár?

Fermingar dagurinn verður mjög eftirminnilegur og ég mun fá að hitta alla fjölskylduna og vini.