Aðsent

Ekki láta blekkjast
Fimmtudagur 28. nóvember 2024 kl. 10:07

Ekki láta blekkjast

Kæri kjósandi.

Senn líður að því flókna verkefni að kjósa til Alþingis. Þá skiptir sem mestu máli að fólk flykkist á kjörstað og leggi sitt að mörkum til að viðhalda lýðræðinu. Lýðræðið er ef til vill eitthvað sem við tökum mörg sem sjálfsögðum hlut. Sumir gefa sér ekki tíma til að kynna sér málin til hlítar eða telja sér trú um það að atkvæðið skipti ekki máli.

Ef þú ert einn af þeim þá hvet þig kæri kjósandi til að taka þátt í lýðræðinu og kynna þér stefnur flokkana. Það má gera það með því að mæta/horfa á pallborð eða fundi hjá framboðum svo er t.d. fínt að taka kosningapróf. Kosningaprófið sem má finna á heimasíðu RÚV er ítarlegt og gott og hægt að sjá hvað hver frambjóðandi svarar og jafnvel rökstuðning hjá þeim sem hafa lagt í það. En hvaða próf eða aðferð sem þú beitir, skiptir vitaskuld máli hvaða fólk er á bak við svörin. Er það fólk sem þú gætir hugsað þér að treysta. Í kosningaprófi eru gjarnan tvö eða fleiri framboð sem koma til greina. Eru með 65% eða meiri svörun við það sem þér finnst og því gott að skoða aðeins hvað skiptir þig mestu máli hjá framboðunum.

SSS
SSS

Kæri kjósandi, það er eitt enn sem ég bið þig að huga að. Ekki láta blekkjast, ekki láta segja þér það að það sé ekki hægt að huga að því að skapa störf og vernda náttúruna á sama tíma. Ekki láta segja þér að það sé ekki hægt að huga að heimilunum og fátækt og jafnframt taka á móti fólki á flótta undan stríði. Því það er jafn kjánalegt og að halda því fram að það sé ekki hægt að byggja elliheimili eða leikskóla vegna aukins innflutnings á orkudrykkjum. Ekki leyfa umræðu sumra sem tengja saman tvö óskyld mál að lita álit þitt á stökum málum.

Að lokum hvet ég þig til að skoða stefnu Vinstrihreyfingar græns framboðs. Því framboði sem ég er í framboði fyrir í Suðurkjördæmi. Ég stend fyrir og trúi á mikilvægi félagslegs réttlætis, mennskunnar, náttúrunnar og kvenfrelsi. Ég vil vinna að jöfnuði og trúi því að jöfnuður byrji hjá börnunum og endi í ellinni. Á milli þess næst bara jöfnuður með því að huga að jaðarsettum hópum. Ég er stoltur af því góða fólki sem er með mér á lista og styð heils hugar Hólmfríði oddvita okkar og Pálínu sem er í öðru sæti til góðra verka og lýsi mig reiðubúinn fullur tilhlökkunar til að taka við tillögum um mál sem ég get komið á framfæri frá þér kæri kjósandi, sem öflugur varaþingmaður fyrir þær, endi það þannig að við fáum ekki um 30% fylgi.

Þormóður Logi Björnsson
Höfundur skipar 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi.