Flugger
Flugger

Aðsent

Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Miðvikudagur 3. júlí 2024 kl. 09:20

Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Börn­in okk­ar eru það mik­il­væg­asta sem við eig­um – þau eru framtíðin okk­ar. Ómótaðir ein­stak­ling­ar sem við ber­um ábyrgð á. Við verðum að hafa ákveðin gildi að leiðarljósi í sam­fé­lagi okk­ar sem snúa að börn­um.

Við verðum að skapa tæki­færi fyr­ir öll börn, óháð kyni, upp­runa eða fé­lags­legri stöðu. Jafn­rétti er lyk­il­atriði að tryggja að öll börn fái sömu tæki­færi til að ná ár­angri. Þetta fel­ur í sér að brjóta niður hindr­an­ir og mis­mun­un, og stuðla að sam­fé­lagi þar sem öll börn fá að njóta sín til fulls.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sam­fé­lagið ber sam­eig­in­lega ábyrgð á því að vernda og efla börn­in okk­ar. For­eldr­ar, kenn­ar­ar, stjórn­völd og al­menn­ing­ur þurfa að vinna sam­an að því að skapa betri heim fyr­ir kom­andi kyn­slóðir. Með sam­stilltu átaki get­um við tryggt að börn­in okk­ar fái bestu mögu­legu framtíðina, þar sem þau geta blómstrað og nýtt hæfi­leika sína til fulls.

Barna­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna er einn af mik­il­væg­ustu alþjóðasamn­ing­um sem hafa verið samþykkt­ir til vernd­ar rétt­ind­um barna. Samn­ing­ur­inn, sem var samþykkt­ur árið 1989, mark­ar tíma­mót í alþjóðleg­um mann­rétt­ind­um og hef­ur haft gríðarleg áhrif á líf millj­óna barna um all­an heim.

Barna­sátt­mál­inn fel­ur í sér alþjóðlega viður­kenn­ingu á að börn heims­ins þarfn­ist sér­stakr­ar vernd­ar um­fram hina full­orðnu. Hann staðfest­ir að börn eru sjálf­stæðir ein­stak­ling­ar með full­gild rétt­indi, óháð rétt­ind­um full­orðinna. Öllum þeim sem koma að mál­efn­um barna ber að gera það sem í þeirra valdi stend­ur til að fram­fylgja samn­ingn­um. Hér er átt við stjórn­völd, for­eldra, skóla og alla aðra sem vinna með börn­um eða fyr­ir börn.

Í 1.–41. grein Barna­sátt­mál­ans er fjallað efn­is­lega um rétt­indi barna. Flokka má rétt­indi barna í þrennt; vernd, umönn­un og þátt­töku.

Vernd: Rétt­ur allra barna til lífs og frels­is til tján­ing­ar, skoðana og trú­ar. Friðhelgi fjöl­skyldu- og einka­lífs.

Umönn­un: Rétt­ur allra barna til að hafa aðgang að heil­brigðisþjón­ustu, aðgengi að mennt­un og tæki­færi til að þrosk­ast fé­lags­lega.

Þátt­taka: Rétt­ur allra barna til að koma skoðunum sín­um á öll­um mál­um sem þau varða á fram­færi, með ein­um eða öðrum hætti. Taka til­lit til skoðana barna í sam­ræmi við ald­ur þeirra og þroska.

Öll rétt­ind­in sem kveðið er á um í Barna­sátt­mál­an­um eru mik­il­væg. Fjór­ar grein­ar sátt­mál­ans fela þó í sér grund­vall­ar­regl­ur sem eru rauður þráður í gegn­um all­an sátt­mál­ann og tengja sam­an ólík ákvæði hans. Ef önn­ur ákvæði Barna­sátt­mál­ans vega hvert á móti öðru varðandi túlk­un þeirra er sér­stak­lega mik­il­vægt að hafa þess­ar grund­vall­ar­regl­ur í huga.

Grein­arn­ar fjór­ar eru eft­ir­far­andi:

2. grein: Öll börn eru jöfn. Öll börn eiga að njóta allra rétt­inda Barna­sátt­mál­ans án til­lits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungu­mál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fá­tæk og án til­lits til þess hvað fjöl­skylda þeirra ger­ir eða trú­ir á. Aldrei skal koma fram við barn af órétt­læti.

3. grein: Það sem barni er fyr­ir bestu: Þegar full­orðnir taka ákv­arðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyr­ir þau. Stjórn­völd eiga að tryggja að for­eldr­ar verndi börn sín og gæti þeirra, eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórn­völd eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyr­ir börn­um hafi hags­muni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börn­um upp­fylli einnig þær skyld­ur.

6. grein: Líf og þroski: Öll börn eiga rétt á því að lifa og þrosk­ast og skulu stjórn­völd tryggja það.

12. grein: Virðing fyr­ir skoðunum barna: Börn eiga rétt á því að tjá sig frjáls­lega um öll mál­efni sem hafa áhrif á líf þeirra. Full­orðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.

Verk­efnið Barn­væn sveit­ar­fé­lög er verk­efni sem styður sveit­ar­fé­lög við að inn­leiða Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna í alla sína stjórn­sýslu og starf­semi. Verk­efnið bygg­ist á alþjóðlegu verk­efni UNICEF, Child Friend­ly Cities Initiati­ve (CFCI), sem hef­ur verið inn­leitt í þúsund­um sveit­ar­fé­laga úti um all­an heim frá ár­inu 1996. Verk­efnið bygg­ist jafn­framt á efni frá umboðsmönn­um barna í Nor­egi og Svíþjóð og UNICEF í Finn­landi. UNICEF á Íslandi hef­ur um­sjón með verk­efn­inu en verk­efnið er stutt af mennta- og barna­málaráðuneyt­inu. Sveit­ar­fé­lög sem taka þátt og inn­leiða Barna­sátt­mál­ann geta hlotið viður­kenn­ingu sem Barn­væn sveit­ar­fé­lög. Inn­leiðing­ar­ferlið tek­ur að minnsta kosti tvö ár og skipt­ist í átta skref sem sveit­ar­fé­lag stíg­ur með það að mark­miði að virða og upp­fylla rétt­indi barna. Að tveim­ur árum liðnum get­ur sveit­ar­fé­lagið sótt um viður­kenn­ingu frá UNICEF á Íslandi.

23 sveit­ar­fé­lög á Íslandi hafa farið þessa leið. Við í Fram­sókn í Suður­nesja­bæ vilj­um inn­leiða Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna í alla stjórn­sýslu og starf­semi hjá Suður­nesja­bæ og mun­um við mæla fyr­ir mál­inu á næst­unni.

Höf­und­ur er odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ og formaður bæj­ar­ráðs.