Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lýðheilsa og þjónusta við íbúa í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 24. febrúar 2022 kl. 10:12

Lýðheilsa og þjónusta við íbúa í Reykjanesbæ

Hvers vegna er lýðheilsa og heilsulæsi mikilvæg? Hvers vegna vil ég leggja mitt af mörkum í bæjarstjórn til að berjast fyrir því að áhersla verði lögð á lýðheilsu bæjarbúa?

Reykjanesbær hefur skapað sér gott orð af góðum hjóla- og göngustígum en bæta þarf upplýsingar um staðsetningu stíganna fyrir bæjarbúa. Þannig má gera ráð fyrir því að almenningur nýti sér þá fyrir daglega hreyfingu og tómstundir. Áherslan í heilsueflandi samfélagi er á daglega hreyfingu fyrir alla íbúa. Því er mikilægt að bjóða upp á aðstöðu sem hvetur til útivistar með góðum stígum og grænum svæðum. Þrátt fyrir  að hreyfing sé mikilvæg þurfum við einnig  góða heilbrigðisþjónustu. Við þurfum á góðum læknum að halda á svæðinu fyrir unga sem aldna. Heilbrigðisþjónusta er ekki nægilega mikil fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem eru orðnir rúmlega tuttugu þúsund en talið er að ein heilsugæsla þjónusti um ellefu þúsund íbúum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á að þjónusta öll Suðurnesin sem eru um 28.000 íbúar. Dæmið gengur ekki upp. Búið er að skrifa undir að ný heilsugæsla muni rísa í Reykjanesbæ en áherslan verður að vera á heilsugæslu í húsnæði sem er til þannig að starfssemi geti hafist sem fyrst. Bæjarbúar geta ekki beðið lengur. Ég tel að heilsulæsi sé mjög mikilvægt fyrir alla svo fólk taki ábyrgð á sinni eigin heilsu og sé meðvitað um að sinna eigin heilsueflingu. Hún á að vera hluti af lífsstílnum. Reykjanesbær hefur boðið íbúum 65 ára og eldri upp á heilsueflingu Janusar frá árinu 2017. Því miður hefur verið ákveðið af núverandi meirihluta að styðja ekki frekar við verkefnið þrátt fyrir einstaklega mikinn ávinning. Það sýna niðurstöður úr mælingum á verkefninu og ekki síður það hól sem þátttakendur hafa gefið verkefninu. Ávinningur af heilsueflingu hefur verið mikill, bæði líkamlega og andlega. Ekki má gleyma félagslega þættinum sem er öllum nauðsynlegur. Hvað vakti fyrir núverandi meirihluta að draga úr stuðningi við eldri bæjarbúa?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mínar áherslur í bæjarstjórn er á lýðheilsustarfi þar sem stuðlað verður að markvissri heilsueflingu og forvörnum fyrir alla aldurshópa í Reykjanesbæ. Ráðgjöf og þátttaka um heilbrigða lifnaðarhætti er lykilatriði. Góð heilsa er forspárgildi á lífsgæði seinni tíma. Því er mikilvægt að bæjarfélagið og heilsugæslan taki virkan þátt í að þessum málum í sameiningu.

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
2.–3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ 26. febrúar.