Við eigum betra skilið
Ungt fólk, barnafólk, einstaklingar og einhleypir foreldrar sem ekki hafa þegar fjárfest í húsnæði eru í vanda stödd. Við búum við ástand sem einkennist af ójafnvægi og algjörum ófyrirsjáanleika. Háir vextir hafa hægt á byggingu nýrra íbúða sem eykur enn vandann. Það er ekki á færi hvers sem er lengur að kaupa sér þak yfir höfuðið.
Við í Viðreisn viljum tryggja að ungt fólk upplifi að lífskjör og lífsgæði á Íslandi standist samanburð við önnur lönd. Við viljum að fólk sem fer erlendis í nám skili sér aftur heim.
Breytum þessu
Það er ekki hægt að leggja meira á heimili sem nú þegar glíma við þunga byrði vegna verðbólgu og vaxta. Það verður að leita annarra leiða en auknar álögur á almenning og fyrirtæki. Við þurfum nauðsynlega nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkisins. Aðeins þannig er hægt að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki.
Við í Viðreisn ætlum að lækka verðbólgu og vexti. Við ætlum að fara betur með fé almennings og fækka stofnunum. Það verður að greiða niður skuldir ríkissjóðs en vextir nema um 100 milljörðum á ári. Til að ungt fólk geti fjárfest í húsnæði er nauðsynlegt að tryggja áfram heimild til að nýta séreignarsparnað sem innborgun á húsnæðislánin. Það þarf að losa jarðir í eigu ríkisins fyrir húsnæðisuppbyggingu. Það er forgangsmál að ná tökum á verðbólgunni.
Þetta þarf sannarlega ekki að vera svona og þessu ætlum við í Viðreisn að breyta.
Nýtum kosningaréttinn, munum að kjósa utankjörfundar ef við erum fjarverandi heimilinu á kjördag.
Setjum X við C
Kristín María Birgisdóttir,
skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.