Optical Studio
Optical Studio

Aðsent

Vor á Vatnsnesi – Afmælishátíð Hótel Keflavík
Meðfylgjandi myndir sýna Steinþór Jónsson og Hildi Sigurðardóttur eigendur Hótel Keflavík á framkvæmdasvæði KEF Spa. 
Föstudagur 17. maí 2024 kl. 10:05

Vor á Vatnsnesi – Afmælishátíð Hótel Keflavík

Til að fagna 38 ára afmæli Hótel Keflavík bjóðum við upp á glæsilega dagskrá og sérstök tilboð fyrir bæjarbúa alla helgina.

Við höldum opið hús 17. maí kl. 15-18, þar sem matur og drykkur verða á boðstólum ásamt ýmsum viðburðum. Tilboðin okkar gilda alla helgina, frá 17.-19. maí. Viðburður þessi er í boði Hótel Keflavík, KEF Restaurant, Mekka, Ölgerðin, Humarsalan, Sælkeradreifing og Danól.

Við hvetjum gesti til að skoða útisvæði Vatnsneshússins og kynna sér stöðu framkvæmda á nýju lúxus heilsulindinni okkar, KEF SPA & Fitness. 


Hótel Keflavík fagnar 36 ára afmæli 17. maí, en það var stofnað árið 1986 af Jóni William Magnússyni, Unni Ingunni Steinþórsdóttur og syni þeirra, Steinþóri Jónssyni hótelstjóra. Hótelið hefur verið rekið af fjölskyldunni á sömu kennitölu öll þessi ár.

Uppbygging Hótel Keflavíkur hófst löngu áður en svæðið varð ferðamannavænt. Til dæmis var Bláa lónið ekki til né Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hluti af þessari miklu uppbyggingu var opnun fyrsta fimm stjörnu hótels landsins, Diamond Suites, sem opnaði formlega 17. maí 2016.


Hótel Keflavík hefur ekki hætt endurbótum eftir opnun Diamond Suites. Með stolti getum við sagt að við erum nú nýjasta hótelið á svæðinu, enda hefur allt rýmið verið endurbyggt. Móttaka, veitingastaður, barir, eldhús, gistihús, lúxussvítur, ráðstefnu- og veislusalir hafa öll verið betrumbætt. Við leggjum nú kapp á að klára endurnýjun fjögurra stjörnu herbergja okkar. Síðasta ár hefur einkennst af miklum framkvæmdum vegna glænýrrar heilsulindar okkar, KEF Spa & Fitness, sem mun opna á þessu ári. Við viljum bæta bæinn okkar enn frekar og skapa sterkan segul fyrir ferðamenn og einstaka upplifun fyrir bæjarbúa með KEF Spa. Staðurinn verður einnig meðlimaklúbbur fyrir fasta notendur, skemmtistaður og veislusalur með fjölbreyttri starfsemi. Vatnsnes húsið er líka á mikilli uppleið, þar sem framkvæmdum utanhúss er nánast lokið og endurbætur innanhúss munu hefjast bráðlega.


Við erum virkilega spennt fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér og markmiðið er ávallt að auka gæðin og gera betur. Við viljum að Vatnsnesið allt verði einstakt upplifunarsvæði og bænum til sóma.

Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagurinn 17. maí:
• Veitingar á boðstólnum frá veisluþjónustu KEF Restaurant
• Fljótandi veigar í boði Mekka & Ölgerðin
• DJ Manelo heldur uppi stemningunni
• Jazzbandið Þríó töfrar fram ljúfa tóna


Laugardagurinn 18. maí:
• Blaðrarinn skemmtir börnunum í barnabröns


Helgin 17.-19. maí:
• Þriggja rétta afmælisseðill á KEF Restaurant ásamt vínpörun
• Tilboð á afmælisköku með blysi 
• Afmæliskokteillinn 1986 á tilboði 
• KEF Bjór á tilboði 


Verið hjartanlega velkomin.

Lilja Karen Steinþórsdóttir
aðstoðarhótelstjóri
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024