Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Aðsent

Byrjum á börnunum
Fimmtudagur 14. nóvember 2024 kl. 07:20

Byrjum á börnunum

Ágæti samfélaga má sjá á því hvernig samfélög koma fram við börn, ellilífeyrisþega, öryrkja, innflytjendur, fíkla og aðra þá sem þurfa meiri aðstoð en fólk flest. Ég er barnlaus en málefni barna eru mér einkar mikilvæg. Ég trúi því nefnilega að það sé fátt mikilvægara en börnin. Hjá börnunum byrjar velferðin. Oft er sagt að það þurfi samfélag til þess að ala upp barn. Ég er sammála því og lít svo á að við séum öll ábyrg fyrir því að tryggja þeim jöfn tækifæri til öryggis, lífs og þroska. Til þess þarf annars vegar að líta til barnanna sjálfra og hins vegar til barnafjölskyldna.

Á undanförnum árum hafa vinstri græn einfaldað barnabótakerfið með þeim afleiðingum að þúsundir foreldra hafa fengið hærri barnabætur. Lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði. Lagt niður komugjöld fyrir börn á heilsugæslu. Hátt í þrefaldað styrktar upphæð vegna tannréttinga og nú síðast komið á gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum.

Betur má ef duga skal. Það sem við Vinstri græn leggjum áherslu á að verði næstu skref:

Viðreisn
Viðreisn

Lögfesta leikskóla sem fyrsta skólastig og gera hann gjaldfrjálsan.

Tryggja leikskólavist að fæðingarorlofi loknu, með því að lengja fæðingarorlof og tryggja vistun um leið og fæðingarorlofi er lokið.

Hætta gjaldtöku í framhaldsskólum og auka framboð til náms á framhaldsskólastigi.

Styrkja og niðurgreiða tómstundar-, lista- og íþróttaúrræði fyrir börn.

Styrkja stoðir allra kerfa sem koma að úrræðum fyrir börn vegna líðan og áhættuhegðunar.

Börn eru framtíð samfélagsins. Það eru hagsmunir okkar allra að tryggja líf tækifæra fyrir börnin okkar. Leyfum ekki efnahag, búsetu eða fjölskylduaðstæðum að setja skugga á tækifæri barna til að vaxa og dafna.

Þormóður Logi Björnsson
Höfundur er í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi.