Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Fréttir

„Find my iPhone“ vísaði á vasaþjóf á Ásbrú
„Find my iPhone“ getur komið að góðum notum þegar finna þarf snjallsíma frá iPhone.
Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 22:16

„Find my iPhone“ vísaði á vasaþjóf á Ásbrú

- Barn bar kennsl á þjófinn og lögregla fann símann

Fjölmennt lögreglulið leitaði í dag húsnæði á Ásbrú að þýfi eftir að maður hafði stolið síma af barni í strætóskýli í Reykjanesbæ. Barnið hafði í dag hitt eldri mann í Nettó í Reykjanesbæ og spurt hann hvenær strætó færi.
 
Móðir barnsins lýsir atvikum á fésbókinni en maðurinn sagðist ekki skilja íslensku og elti svo börnin út og settist þétt upp að öðru þeirra og læddist í vasann á hettupeysu þess og tók símann. Barnið kom svo miður sín heim og sagðist hafa týnt símanum. 
 
Foreldrar barnsins fóru á netið og í „Find my iPhone“ og sáu þá að síminn var í blokk á Ásbrú. Foreldrarnir fóru á lögreglustöðina og lögreglan brást frábærleg við að sögn móðurinnar og sendi af stað lögreglubíl og bað foreldrana um að elta. Fljótlega voru lögreglubílarnir orðnir fjórir og eftir mikla leit og síminn ekki fundinn var barnið kallað inn til að skoða myndir og myndskeið. Barnið gat borið kennsl á manninn og síminn fannst inni hjá honum. 
 
Móðirin er ekki sátt við manninn sem stal símanum og vonast til að hann verði sendur úr landi með fyrstu flugvél fyrir athæfið. Barnið ætlar reyndar ekki aftur eitt í strætó en ferðalagið var farið án vitundar foreldra. Að endingu þakkar móðrin lögreglunni fyrir fagleg vinnubrögð við að hafa upp á símanum sem var stolið.