112 dagurinn er í dag
Sjónum beint að öryggi og velferð barna og ungmenna.
112 dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Dagurinn var skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og hefur fjöldi viðbragðsaðila heimsækja grunnskóla landsins til að ræða við nemendur um neyðarnúmerið, slysavarnir og skyndihjálp.
Þá fengu grunnskólanemendur á Suðurnesjum viðurkenningu frá Brunavörnum Suðurnesja.
Víða verður lögð áhersla á að kynna 112 sem barnaverndarnúmerið en 112 er helsti farvegurinn fyrir almenning til að koma tilkynningum til barnaverndaryfirvalda um allt land.