Fréttir

Bæjarbúar fái síðasta orðið með kísilver United
Þriðjudagur 27. mars 2018 kl. 16:00

Bæjarbúar fái síðasta orðið með kísilver United

-segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar

„Ef það kemur nýr aðili að rekstri kísilvers United Silicon tel ég að Reykjaensbær eigi að fara með málið í íbúakosingu,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í beinni útsendingu Víkurfrétta eftir fund Vinstri Grænna í Safnahúsum Duus sl. laugardag.

Viðreisn
Viðreisn

„Lykilatriðið er að við sendum út ný skilaboð til bæjarbúa. Við viljum ekki meiri stóriðju í Helguvík og eigum ekki að vera tilraunadýr fyrir svona starfsemi. Það hafa orðið miklar breytingar og bæjarfélagið treystir nú orðið meira á ferðaþjónustu. En þessi fundur VG var marklaus. Frummælendur voru óundirbúnir og margt var óljóst. Ég hélt að þeir kæmu með eitthvað nýtt fram að færa,“ sagði Friðjón og sagðist skúffaður með fundinn og framgang umhverfisráðhera og þingmanns Vinstri grænna. „Það kom ekkert nýtt fram hjá þeim nema vangaveltur. Hvorki ráðherra né Ari Trausti þingmaður voru tilbúnir að styðja við brotthvarf kísilverkmiðjunnar í Helguvík. Ég átti von á því að þeir kæmu með eitthvað nýtt en svo var ekki,“ sagði Friðjón.

Í samtali við VF eftir útsendinguna sagði hann að oddvitar framboða í núverandi bæjarstjórn Reykjanesbæjar væru sammála um það að bæjarbúar hefðu síðasta orðið í málefnum kísilversins.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra fór ásamt Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG yfir málefni kísilverksmiðjunnar og svöruðu spurningum fundarmanna. Ráðherra sagði að það væri ljóst að margt hefði farið úrskeiðis í undirbúningi  verksmiðju United Silicon. Mikilvægt væri að fá niðurstöðu ríkisendurskoðunar á rannsókn hennar á því hvort einhverjar stofnanir hefðu brugðist í aðdragandanum.

Guðmundur umhverfisráðherra og Ari Trausti þingmaður á fundi VG í Duus-húsum. VF-myndir/pket.

Hér má sjá alla útsendinguna frá fundinum.