Fréttir

Betra að svæðið frá Hafnargötu 2–4 og að Grófinni væri skoðað heildstætt
Laugardagur 13. nóvember 2021 kl. 07:05

Betra að svæðið frá Hafnargötu 2–4 og að Grófinni væri skoðað heildstætt

Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar því að ákveðið hefur verið að auglýsa svokallaða þróunarreiti og þannig fá mismunandi sjónarmið er varða nýtingu og uppbyggingu á hinum ýmsu svæðum. Bæjarráð samþykkti að auglýsa byggingar og lóðarréttindi að Grófinni 2 til að byrja með. Margrét A. Sanders lagði fram bókun minnihluta bæjarstjórnar á síðasta fundi en þar segir m.a.:

„Minnihlutinn í bæjarráði samþykkti að auglýsa Grófina 2 en benti jafnframt á að betra væri að svæðið frá Hafnargötu 2–4 og að Grófinni væri skoðað heildstætt. Þannig mætti draga upp áhugaverða heildarmynd af svæðinu þar sem Fischershús og Duushús gegna lykilhlutverkum. Þar sem okkur hugnast vel að auglýsa upp þróunarsvæði þá ákváðum við þrátt fyrir framangreint að samþykkja þetta skref. Minnihlutinn leggur áherslu á að vandað sé til verka og hugað verði vel að hinum ýmsu lögfræðilegu málum er snúa að verkefninu.“