Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 7. janúar 2021 kl. 14:31

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ

Ekið var á tvo gangandi vegfarendur á gangbraut á Njarðarbraut við Reykjavíkurtorg í Reykjanesbæ í hádeginu í dag.

Tvennt var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Lögreglubifreið fór á undan fyrri sjúkrabílnum ti Reykjavíkur en það er gert til að greiða leið sjúkrabílsins. Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins í hádeginu.

Nánari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir en lögregla og rannsóknarfólk enn við vinnu á vettvangi slyssins tveimur tímum eftir að slysið varð.