Eldur í bragga við verksmiðju Borgarplasts á Ásbrú
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur náð tökum á eldi sem kom upp í húsnæði sem er áfast plastverksmiðju Borgarplasts á Ásbrú á öðrum tímanum í dag. Mikinn reyk lagði frá brunavettvangi um tíma en eldurinn logaði í braggabyggingu. Tengibygging er úr bragganum og yfir í plastverksmiðjuna, en eldurinn komst ekki þar á milli.
Þá tókst að forða því að eldur kæmist í dekkjalager sem geymdur er í öðrum enda braggabyggingarinnar.