Fréttir

Fagnar fjölbreyttu og metnaðarfullu starfi leikskóla Reykjanesbæjar
Frá leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík. Mynd úr safni Víkurfrétta
Mánudagur 20. janúar 2025 kl. 06:05

Fagnar fjölbreyttu og metnaðarfullu starfi leikskóla Reykjanesbæjar

„Menntaráð fagnar fjölbreyttu og metnaðarfullu starfi leikskóla Reykjanesbæjar. Sérstök áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, málörvun, sjálfbærni og fjölmenningu, sem stuðla að farsæld og jöfnum tækifærum allra barna. Skýr stefna í anda menntastefnu Reykjanesbæjar og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er leiðarljós í þessu mikilvæga starfi,“ segir meðal annars í afgreiðslu menntaráðs Reykjanesbæjar á starfsáætlunum leikskóla Reykjanesbæjar fyrir starfsárið 2024-2025, sem lagðar voru fram til kynningar á fundi ráðsins.

„Menntaráð lýsir yfir ánægju með nýsköpun, þróunarverkefni og aukið aðgengi að fjölbreyttri menntun fyrir börn og starfsfólk. Þessi samræmda og framsækna sýn styrkir samfélagið til framtíðar,“ segir jafnframt.