Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Elías skoraði í sigri NAC Breda
Mynd úr leiknum af X-síðu NAC Breda.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2025 kl. 14:44

Elías skoraði í sigri NAC Breda

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson hefur verið á skotskónum að undanförnu í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann skoraði annað mark NAC Breda á heimavelli í sigri gegn Twente í gær.

Elías skoraði markið á 20. mínútu og var það hans fjórða í síðustu fjórum leikjum en hann hefur skorað sex mörk á leiktíðinni.

NAC Breda er í 9. sæti deildarinnar með 25 stig. 

Elías Már hefur verið hjá Breda síðan í ársbyrjun 2023 en hann skoraði tíu mörk í 19 leikjum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Tímabilið 2023-2024 eftir skoraði hann fimm mörk.