Fréttir

Samþykkja vegagerð að lóð Eldisgarðsins
Fiskeldi Samherja við Grindavík.
Sunnudagur 19. janúar 2025 kl. 06:26

Samþykkja vegagerð að lóð Eldisgarðsins

Óskað hefur verið framkvæmdaleyfi fyrir 970 m langan aðkomuveg frá Nesvegi að lóð Eldisgarðsins á Reykjanesi í samræmi við deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar og álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat og umhverfismatsskýrslu Samherja Fiskeldis.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkir sem óverulega breytingu á deiliskipulagi breytta legu vegstæðis og telur það til bóta.