Íþróttir

Njarðvík og Grindavík áfram í undanúrslit VÍS bikarsins
Njarðvík vann Keflavík í 16-liða úrslitum og nú lágu Stólarnir.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2025 kl. 15:19

Njarðvík og Grindavík áfram í undanúrslit VÍS bikarsins

Njarðvík og Grindavík eru komin í undanúrslitin í VÍS bikar kvenna í körfubolta en bæði liðin unnu sína viðureign í 8 liða úrslitunum í gær.

Njarðvík fékk Tindastól í heimsókn og vann sanngjarnan sigur. Heimakonur leiddu með níu stigum í hálfleik en Stólarnir minnkuðu muninn í lok þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja því eftir í lokaleikhlutanum. Lokatölur 80-73.

Brittany Dinkins átti stórleik, var með 23 stig, 10 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Hulda María Agnarsdóttir skoraði 15 stig.

Njarðvík-Tindastóll 80-73 (17-15, 18-12, 21-23, 24-23)

Njarðvík: Brittany Dinkins 23/10 fráköst/10 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 15, Emilie Sofie Hesseldal 13/12 fráköst, Ena Viso 12/5 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 8, Sara Björk Logadóttir 6/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 3, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0.

Tindastóll: Ilze Jakobsone 20/8 fráköst, Randi Keonsha Brown 14/9 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 13/9 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 12/5 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 10, Emma Katrín Helgadóttir 2, Rannveig Guðmundsdóttir 2, Brynja Líf Júlíusdóttir 0, Inga Sólveig Sigurðardóttir 0.

Æsispennandi í Kórnum

Grindavíkurkonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigri á Stjörnunni í æsispennandi leik. Lokatölur 72-70.

Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur. Grindavík náði 12 stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Stjarnan svaraði með áhlaupi og minnkaði muninn í fjögur stig. Seinni hálfleik var síðan mjög jafn en þær grindvísku náðu að knýja fram sigur og sæti í undanúrslitum.

Grindavík-Stjarnan 72-70 (29-17, 11-19, 17-19, 15-15)

Grindavík: Elín Bjarnadóttir 21/10 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 10/9 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 10, Sofie Tryggedsson Preetzmann 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/13 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Þórey Tea Þorleifsdóttir 0.

Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 25/5 fráköst/5 stolnir, Denia Davis- Stewart 20/16 fráköst/3 varin skot, Ana Clara Paz 11, Fanney María Freysdóttir 6, Berglind Katla Hlynsdóttir 6, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2/9 fráköst, Sigrún Sól Brjánsdóttir 0, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 0, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, Elísabet Ólafsdóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.