Ferðamaður lést í Bláa Lóninu
Ferðamaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu á sjöunda tímanum í gærkvöld. Maðurinn missti meðvitunund og hófust endurlífgunartilraunir strax á vettvangi en maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkustund síðar.
Lögreglan hefur málið undir höndum og mun leitast við að hafa upp á aðstandendum.