Fjallað um fjögur sjóslys á sagnastund á Garðskaga
Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 15. febrúar kl. 15:00. Þar mun Egill Þórðarson, loftskeytamaður, fjalla um tímabil sjóslysa á eftirstríðsárunum.
Á tuttugu dögum, frá 30. janúar til 18. febrúar árið 1959, fórust sex skip á Norður-Atlantshafi með a.m.k. 153 manneskjum.
30. janúar fórst danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft suður af Hvarfi á Grænlandi með 95 manns.
Í Nýfundnalandsveðrinu 7. til 9. febrúar fórust fjögur skip; spænska flutningaskipið Melania, kanadíski togarinn Cape Dauphin, Nýfundnalandstogarinn Blue Wave með sextán mönnum og Hafnarfjarðartogarinn Júlí með þrjátíu mönnum.
18. febrúar fórst vitaskipið Hermóður við Stafnes með tólf mönnum.
![](/media/1/sagnastund-gamlir-togarar.jpg)
Frásögn Egils er byggð á sýningu sem haldin var í Hafnarfjarðarkirkju sl. vetur og verður fjallað um fjögur þessara slysa, þ.e. Hans Hedtoft, Blue Wave, Júlí og Hermóðs-slysin.
Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið opið.
Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.