Mannlíf

Fjallað um fjögur sjóslys á sagnastund á Garðskaga
Togarinn Fylkir RE kemur inn til Reykjavíkur 7. júní 1958. Ljósmynd: Snorri Snorrason
Miðvikudagur 12. febrúar 2025 kl. 11:14

Fjallað um fjögur sjóslys á sagnastund á Garðskaga

Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 15. febrúar kl. 15:00. Þar mun Egill Þórðarson, loftskeytamaður, fjalla um tímabil sjóslysa á eftirstríðsárunum.

Á tuttugu dögum, frá 30. janúar til 18. febrúar árið 1959, fórust sex skip á Norður-Atlantshafi með a.m.k. 153 manneskjum.

30. janúar fórst danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft suður af Hvarfi á Grænlandi með 95 manns.

Í Nýfundnalandsveðrinu 7. til 9. febrúar fórust fjögur skip; spænska flutningaskipið Melania, kanadíski togarinn Cape Dauphin, Nýfundnalandstogarinn Blue Wave með sextán mönnum og Hafnarfjarðartogarinn Júlí með þrjátíu mönnum.

18. febrúar fórst vitaskipið Hermóður við Stafnes með tólf mönnum.

Þarna er núbúið að taka trollið en pokinn enn á lunningunni. Ljósmynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Frásögn Egils er byggð á sýningu sem haldin var í Hafnarfjarðarkirkju sl. vetur og verður fjallað um fjögur þessara slysa, þ.e. Hans Hedtoft, Blue Wave, Júlí og Hermóðs-slysin.

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið opið.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.