RNB ráðhús
RNB ráðhús

Mannlíf

Hlakkar til að hitta alla á fermingardaginn
Laugardagur 15. mars 2025 kl. 06:10

Hlakkar til að hitta alla á fermingardaginn

Gunnlaugur Sturla Olsen fermist í Keflavíkurkirkju 4. maí:

Hvað þýðir fermingin fyrir þig og af hverju ákvaðst þú að fermast?

Svo ég sé heiðarlegur þá er þetta eitthvað sem  flestir í 8. bekk gera en það hefur samt verið gaman að fræðast um trúnna og kynnast starfi kirkjunnar og prestunum og líka verið gaman að fara í kvöldmessur á sunnudögum.

Þetta verður líklega hátíðleg stund með skemmtilegum minningum.

VF Krossmói
VF Krossmói

Hvernig hefur undirbúningurinn verið og hvað hefur verið skemmtilegast við hann?

Fróðlegir fermingafræðslutímar einu sinni í viku ásamt messum en toppurinn var fermingarferðalagið í Vatnaskóg.

Hvers hlakkar þú mest til á fermingardaginn sjálfan?

Að halda veislu og hitta alla og vera með bekkjarfélögum mínum á þessum merkis degi!

Ef þú gætir fengið hvaða gjöf sem er í fermingargjöf, hvers myndir þú óska þér?

Ferð til útlanda og nýja myndavél.

Hvernig heldurðu að þú eigir eftir að muna eftir þessum degi þegar þú lítur til baka eftir nokkur ár?

Vonandi mjög góðar minningar frá eftirminnilegum degi!