RNB ráðhús
RNB ráðhús

Íþróttir

Sindri til Keflavíkur - meiðslavandræði hjá lykilmönnum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 16. mars 2025 kl. 12:36

Sindri til Keflavíkur - meiðslavandræði hjá lykilmönnum

Sindri Kristinn Ólafsson hefur samið við sitt gamla félag Keflavík en markvörðurinn hefur verið á mála hjá FH síðustu tvö árin. Það eru sviptingar í markinu hjá Lengjudeildarliði Keflavíkur. Ásgeir Orri Magnússon markvörður liðsins og leikmaður ársins 2024 meiddist í æfingaleik nýlega og ekki vonir um að hann verði orðinn góður á þessu ári.

Þá varð framherjinn Stefán Ljubicic fyrir því óláni að meiðast í hné og verður frá í einhverjar vikur eða mánuði. Stefán hefur verið heitur að undanförnu í vorleikjum Keflavíkur en hann skoraði þrennu í tveimur leikjum í röð.

Ásgeir Orri er meiddur og verður frá næstu vikur eða mánuði.

VF Krossmói
VF Krossmói

Stefán Ljubicic hefur verið á markaskónum að undanförnu en verður nú frá í einhvern tíma vegna meiðsla.