VF Krossmói
VF Krossmói

Íþróttir

Frábær sigur Keflvíkinga!
Ty-Shon var frábær í kvöld!
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 14. mars 2025 kl. 21:24

Frábær sigur Keflvíkinga!

Keflvíkingar unnu topplið Stjörnunnar í næst síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Blue höllinni í Keflavík í fjörugum körfuboltaleik í kvöld. Heimamenn voru yfir allan tímann og unnu sanngjarnan sigur 108-98 og eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina en það mun ráðast í síðustu umferð deildarkeppninar. 

Callum Lawson og Ty-Shon Alexander voru atkvæðamestir í stigaskoruninni, 28 og 26 stig. Sá fyrrnefndi átti sinn besta leik frá því hann kom til Keflavíkur fyrir stuttu síðan og var mjög öflugur í sókn og vörn. Ty-Shon var einnig góður sem og Jaka Brodik en sigurinn var liðsheildar Keflavíkur í þessum leik. Vörnin var betri en áður og ákefð og barátta til fyrirmyndar. Stjörnumenn voru í raun aldrei nálægt því að vinna þennan leik. 

VF Krossmói
VF Krossmói

Heimamenn leiddu með þrettán stigum í hálfleik og þó svo gestirnir hafi unnið sinn eina leikhluta í þeim fjórða var sigur heimamanna varla í hættu þó svo að Stjarnan hafi þjarmað að þeim í lokin. 

Stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenntu á leikinn og voru ánægðir með sína menn sem þurfa að vinna síðasta leikinn gegn Þór til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Keflvíkingar komst upp í úrvalsdeildina fyrir fjörutíu árum, árið 1995. Sama ár varð Njarðvík Íslandsmeistari. Komst Keflvíkingar ekki í úrslitakeppnina er það í fyrsta sinn frá því það fyrirkomulag var tekið upp sem liðið gerir það ekki. Liðið sýndi í kvöld að það á heima meðal þeirra bestu en veturinn hefur verið erfiður. 

Framundan er bikarkeppnin um næstu helgi en þar er Keflvík í undanúrslitum. 

Keflavík-Stjarnan 107-98 (30-23, 31-25, 23-21, 23-29)

Keflavík: Callum Reese Lawson 28/8 fráköst, Ty-Shon Alexander 26/6 fráköst, Jaka Brodnik 22, Remu Emil Raitanen 16/11 fráköst, Hilmar Pétursson 7/4 fráköst, Nigel Pruitt 5, Igor Maric 2/9 fráköst, Sigurður Pétursson 1, Frosti Sigurðsson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Jökull Ólafsson 0, Einar Örvar Gíslason 0.
Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 20/4 fráköst/8 stoðsendingar, Shaquille Rombley 18/8 fráköst, Jase Febres 18/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst, Viktor Jónas Lúðvíksson 8/6 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson 6, Orri Gunnarsson 6/4 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 4, Bjarni Guðmann Jónson 4/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 0, Pétur Goði Reimarsson 0.
Dómarar:   
Áhorfendur: 458