Tónlistarskóli RNB tónleikar
Tónlistarskóli RNB tónleikar

Íþróttir

Engin spenna í leik Bjössa á móti Jonna í tippleik Víkurfrétta
Björn Vilhelms er sjóðandi heitur í tippleik Víkurfrétta.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 17. mars 2025 kl. 09:27

Engin spenna í leik Bjössa á móti Jonna í tippleik Víkurfrétta

Það voru margir sem áttu von á hörkuleik á milli Björns Vilhelmssonar og Jóns Halldórs Eðvaldssonar en þeim varð ekki að ósk sinni, Bjössi hreinlega valtaði yfir Jonna, 8-6 og heldur því áfram en Jonni getur þá sett alla sína orku í körfuknattleikslið Keflvíkinga og erum honum hér með þökkuð þátttakan og óskað velfarnaðar í körfunni, þar sem hann á greinilega betur heima, en á tippvellinum.

Jonni byrjaði skelfilega á sínum seðli, á fyrstu þremur leikjunum var hann með tvær tvítryggingar og hvorug skilaði réttum leik, eftir þessa byrjun var ljóst að þetta yrði brekka og Bjössi sigldi öruggum sigri í hús. 

Björn kom sér upp í 3-4. sæti með 26 rétta en þar sem hann mun hið minnsta verða einu sinni enn á tippstallinum, er þriðja sætið hans. Drummerinn Joey er enn efstur, með 42 rétta, Brynjar Hólm Sigurðsson er í öðru sæti með 32 rétta, Björn með 26 rétta og mun bæta í, og Jón Ragnar Magnússon er sömuleiðis með 26 rétta.

VF Krossmói
VF Krossmói
Jón Halldór ásamt Marínu sinni og sigurvegara tippleiks Víkurfrétta á seinasta tímabili, Hámundi Erni Helgasyni, fyrir utan Wembley leikvanginn.

Jonni bar sig samt vel.

„Þetta er kannski bara fínt, nú get ég sett alla mína orku í körfuknattleiksliðin okkar en bæði lið ætla sér stóra hluti. Karlaliðið náði sér loksins á strik og við unnum Stjörnuna, frábært veganesti fyrir undanúrslitin í bikarnum. Við ætlum okkur að verja þann titil og svo ætlum við okkur að vinna lokaleikinn í deildinni og treysta á að vinir okkar frá Grindavík vinni KR, þ.a.l. munum við sigla inn í úrslitakeppnina. Tökum samt bara einn leik í einu, næst er það bikarinn.

Ég vil þakka Bjössa fyrir drengilega keppni og óska honum að sjálfsögðu til hamingju með sigurinn,“ sagði Jonni að lokum.