RNB ráðhús
RNB ráðhús

Íþróttir

VÍS bikarinn spilaður í vikunni, þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum
Njarðvík og Keflavík mættust í 8-liða úrslitum VÍS-bikarins og hafði Njarðvík sigur.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 17. mars 2025 kl. 16:44

VÍS bikarinn spilaður í vikunni, þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum

VÍS-bikarinn verður leiddur til lykta í vikunni en á morgun hefjast undanúrslit kvenna og karlarnir mæta á vettvang á miðvikudag. Leikirnir fara fram í Smáranum að þessu sinni.

Tvö Suðurnesjalið eru í undanúrslitum kvenna, Njarðvík og Grindavík. Njarðvík ríður á vaðið á morgun, mætir liði Hamars/Þórs Þ og hefst leikurinn kl. 17:15.

Kl. 20 mæta svo Grindavíkurkonur liði Þórs frá Akureyri en þessi lið mættust einmitt í undanúrslitunum í fyrra og þá hafðu Þórskonur sigur.

VF Krossmói
VF Krossmói

Hjá körlunum eru Keflvíkingar fulltrúar Suðurnesjanna. Þeir mæta Valsmönnum kl. 20 á miðvikudagskvöld en fyrr um daginn, kl. 17:15 mætast KR og Stjarnan.

Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardaginn, konurnar leika til úrslita kl. 13:30 og kl. 16:30 hefst úrslitaleikur karla.