Fimm með stöðu sakbornings
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík 10. janúar á síðasta ári og vísað henni til embættis héraðssaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði vegna málsins.
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir í samtali við mbl.is að fimm einstaklingar hafi réttarstöðu sakbornings í málinu.