Fréttir

Fimm með stöðu sakbornings
Fimmtudagur 13. febrúar 2025 kl. 10:21

Fimm með stöðu sakbornings

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur lokið rann­sókn sinni á bana­slysi í Grinda­vík 10. janú­ar á síðasta ári og vísað henni til embætt­is héraðssak­sókn­ara. Þar verður tek­in ákvörðun um hvort ákært verði vegna máls­ins.

Úlfar Lúðvíks­son lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um staðfestir í sam­tali við mbl.is að fimm einstaklingar hafi rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.