Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Fjölsóttur forvarnardagur í Reykjanesbæ
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 05:00

Fjölsóttur forvarnardagur í Reykjanesbæ

Samtakahópurinn hélt forvarnardag fyrir 8. bekkinga í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar í Fjörheimum á mánudaginn. Gunnhildur Gunnarsdóttir fjallaði um Sjúka ást, forvarnarverkefni á vegum Stígamóta. Kristján Freyr Geirsson hélt fyrirlestur um að taka afstöðu og afleiðingar og Hafþór Birgisson ræddi við krakkana um jákvæða og örugga netnotkun.

Í hádeginu fengu krakkarnir grillaðar pylsur og endaði Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, forvarnardaginn með því að fræða börnin um fjármálalæsi.

Styrktaraðili forvarnardagsins var Bus4u sem sá um að aka nemendum sem komu lengst að og gáfu vinnu sína. Hjartans þakkir til Bus4u. Samtakahópurinn vill þakka fyrir gott samtarf við grunnskólana við skipulagningu dagsins.