Fréttir

Fyllt upp í stórar holur í Grindavík
Risastórar holur hafa myndast eftir jarðhræringarnar
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 30. nóvember 2023 kl. 12:38

Fyllt upp í stórar holur í Grindavík

Framkvæmdir eru hafnar í Grindavík við að fylla upp í þær sprungur og holur sem hafa myndast í jarðhræringunum undanfarna daga. Vörubílafyrirtækið Jón & Margeir er meðal annarra í þessu verkefni. Jón Reynisson er starfsmaður fyrirtækisins og tók þessar myndir.

„Það er ekki nokkur leið að átta sig á hvað þarf að sturta af mörgum vörubílum til að fylla upp í þessa holu, við sjáum ekki til botns í henni. Við sáum þessa holu, skoðuðum betur og þá kom þetta í ljós. Það er ljóst að þetta getur verið stórhættulegt, við vitum ekkert hvað er undir grasinu sem dúar, getur verið 50 sentimetra hola undir eða tugir metra. Það verður að skoða þessi mál mjög vel áður en fólki verður hleypt inn í bæinn til að búa,“ sagði Jón.

„Við sjáum ekki til botns í þessari holu,“ segir Jón Reynisson