Fréttir

Fyrsta fyrirtækið opnar að nýju í Grindavík
Þriðjudagur 28. nóvember 2023 kl. 09:44

Fyrsta fyrirtækið opnar að nýju í Grindavík

Vélsmiðja Grindavíkur hefur fengið leyfi Almannavarna til að opna verslun fyrirtækisins í Grindavík að nýju.

„Við höfum fengið leyfi til að hafa verslunina opna á milli kl 9.00 og 16.00 þar sem mikið af verktökum eru við vinnu í bænum við að laga lagnakerfi ofl. Enn verður einhver bið þangað til bílaverkstæðið opnar aftur. Bössi og Bjarki standa vaktina og bjóða alla velkomna. Og að sjálfsögðu er alltaf heitt á könnunni,“ segir í tilkynningu Vélsmiðju Grindavíkur á Facebook.