Fréttir

Gosið stöðugt
Föstudagur 29. nóvember 2024 kl. 12:11

Gosið stöðugt

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldið áfram með stöðugri virkni í nótt líkt og undanfarna daga. Hraunflæðið er nú mest allt til suðausturs, að Sandhól og Fagradalsfjalli. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir hægri norðaustan átt á gosstöðvunum í dag og því gæti gasmengunar (SO2) orðið vart í Grindavík og nágrenni í dag.