Fréttir

Grjótgarðar sjá um frágang lóðar við Stapaskóla
Hjalti Már Brynjarsson, framkvæmdastjóri Grjótgarða og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri á lóð Stapaskóla. Mynd af vef Reykjanesbæjar.
Mánudagur 17. febrúar 2020 kl. 12:52

Grjótgarðar sjá um frágang lóðar við Stapaskóla

Hjalti Már Brynjarsson, framkvæmdastjóri Grjótgarða og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri undirrituðu á dögunum verksamning vegna frágangs lóðar við Stapaskóla.

Í verkefninu felast verkframkvæmdir vegna lóðarfrágangs við nýjan grunnskóla Stapaskóla, við Dalsbraut í Reykjanesbæ. Lóð Stapaskóla er tæpir 20.000 m2 og skiptist í skólalóð og leikskólalóð.

Viðreisn
Viðreisn

Lóðin verður fjölbreytt með góðu aðkomusvæði og sleppistæðum ásamt stóru bílastæði við aðkomu skólans frá Unnardal.

Framan við skólann verður leiksvæði barna sem verður fjölbreytt svæði fyrir mismunandi aldurshópa, boltavellir og leiksvæði með fjölbreyttum undirlagsefnum. Aðkoma starfsfólks og þjónustuhluti svo sem vöruaðkoma og sorpsvæði verður á baksvæði lóðar með innkeyrslu frá Bjarkardal.

Skólinn er í byggingu samtímis því að unnið er að frágangi lóðar og þurfa lóðarverktaki og aðalverktaki bygginga því að samræma vinnuferla þannig að verkið gangi vel.

Áætluð verklok eru í ágúst 2020.