Safnahelgi
Safnahelgi

Fréttir

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skipar fyrsta sæti VG
Fimmtudagur 24. október 2024 kl. 10:05

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skipar fyrsta sæti VG

Listi VG í Suðurkjördæmi hefur verið samþykktur á fundi kjördæmisráðs. Efstu fimm sætin skipa:

1. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skipar fyrsta sæti listans. Hólmfríður er leik- og grunnskólakennari og starfar sem leikskólastjóri í Reykjanesbæ. Hún hefur starfað á leik-, grunn- og háskólastigi síðustu tuttugu ár ásamt því að sinna ráðgjöf í kennslufræðum og hinum ýmsu sjálfboðastörfum. Hún er ritari hreyfingarinnar, situr í stjórn Isavia, stjórn Leigufélagsins Bríetar og Eignasjóðs Reykjanesbæjar auk þess að sitja í stjórnum FKA og RKÍ á Suðurnesjum. Hólmfríður er fimm barna móðir, gift Hannesi Jóni Jónssyni og búsett í Keflavík. Auk þess er hún bókaormur, hlaupari og þriftari.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

2. Pálína Axelsdóttir Njarðvík skipar annað sæti listans. Hún er alin upp í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hefur alla sína tíð sinnt fjölbreyttum bústörfum á blönduðu búi. Pálína er félagssálfræðingur. Hún hefur unnið á leikskóla sem hópstjóri og sérkennslustjóri, sem ráðgjafi hjá Attentus og nú síðast sem aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen matvælaráðherra. Pálína hefur setið í stjórnum Vina Þjórsárvera, Gjálpar, sumarbúða Kfuk í Vindáshlíð og blakdeildar Þróttar rvk. Hún hefur lengi barist fyrir verndun Þjórsár, meðal annars með Ungsól sem er félagsskapur ungs fólks sem vill vernda Þjórsá. Höfum tvisvar haldið tónlistarhátíðina Þjórshátíð til að vekja athygli á málstaðnum. Henni líður best heima í sveit umkringd kindum og fjölskyldu.

3. Þormóður Logi Björnsson grunnskólakennari skipar þriðja sætið. Þormóður er aðstoðarskólastjóri í Akurskóla í Reykjanesbæ. Hann hefur brennandi áhuga á körfubolta og fengið útrás fyrir það með skrifum fyrir helsta körfuboltavef landsins, Karfan.is, en sömuleiðis hefur hann sinnt trúnaðarstörfum fyrir Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélag Íslands. Hann hefur starfað fyrir VG undanfarna tvo áratugi. Þormóður setur menntamál á oddinn, málefni barna og fjölskyldna, náttúruvernd og jafnréttismál.

4. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, skipar fjórða sæti listans. Helga er Vestmanneyingur og fæddist vinstri sinnuð. Hún á að baki fjölbreyttan starfsferil, allt frá afgreiðslustörfum og dagskrárgerð yfir í sjómennsku. Hún starfar nú sem ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Framvegis, miðstöð símenntunar í Reykjavík. Velsæld fólks er hennar hjartans mál, menntakerfið, umhverfis- og samgöngumál.

5. Guðmundur Ólafsson búfræðingur skipar fimmta sætið. Guðmundur er ættaður frá Hvanneyri, en hefur búið á Búlandi í Rangárþingi eystra síðustu þrjá áratugi. Hann er sömuleiðis vélstjóri og vélfræðingur og hefur verið með lífrænt vottaða mjólkurframleiðslu síðan 2007.

6. Sædís Ósk Harðardóttir, deildarstjóri, Árborg

7. Ævar Pétursson, tannsmiður, Reykjanesbæ

8. Kristín Magnúsdóttir, jafningjaráðgjafi, Reykjanesbæ

9. Þórólfur Sigurðsson, háskólanemi, Árborg

10. Þorbjörg Elísabet Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Reykjanesbæ

11. Hallbjörn Valgeir Fríðhólm Rúnarsson, þroskaþjálfi, Grímsnes- og Grafningshreppi

12. Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, kennari í fjallamennsku, Sveitarfélaginu Hornafirði

13. Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur, Árborg

14. Gunnhildur Þórðardóttir, skáld og myndlistarkona, Reykjanesbæ

15. Hörður Þórðarson, leigubílsstjóri, Vestamannaeyjum

16. Ágústa Eygló Backman, eldisstjóri, Árborg

17. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði, Reykjanesbæ

18. Steinarr Bjarni Guðmundsson, bílstjóri, Sveitarfélaginu Hornafirði

19. Kjartan Ágústsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi

20. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, Árborg