Fréttir

Nemandi mætti með loftbyssu í FS og skaut á glerhurð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 27. ágúst 2021 kl. 11:16

Nemandi mætti með loftbyssu í FS og skaut á glerhurð

Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti með loftbyssu í skólann á föstudag í síðustu viku og skaut úr henni inni í skólanum. Litlar skemmdir urðu og enginn slasaðist.

Að sögn Guðlaugar Pálsdóttur, skólameistara FS sýndi nemandinn félögum sínum byssuna, mundaði hana og hleypti af einu skoti sem lenti á glerhurð. Málið var kært til lögreglu og er þar í ferli.

Viðreisn
Viðreisn

Varðandi nemandann þá tók skólinn þetta föstum tökum. Honum var ekki vísað úr skóla heldur var að sögn skólameistara unnið að lausn málsins með nemandanum og foreldrum þar sem hann var undir lögaldri.

Guðlaug Pálsdóttir, settur skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja.