Fréttir

Nýja Ljónagryfjan rís!
Sunnudagur 12. febrúar 2023 kl. 07:06

Nýja Ljónagryfjan rís!

Framkvæmdir við nýtt íþróttahús og sundlaug við Stapaskóla í Innri-Njarðvík ganga vel. Tveir voldugir byggingakranar tróna yfir framkvæmdasvæðinu. Uppsteypu mannvirkjanna er ekki lokið en nú er verið að steypa þann hluta þar sem sundlaugin verður. Íþróttahúsið verður nýr heimavöllur körfuknattleiksins í Njarðvík, eða ný Ljónagryfja. Þá bíða íbúar væntanlega spenntir eftir sundlauginni sem þarna verður en hún verður almenningssundlaug eftir að skóladegi lýkur og heitir pottar verða utandyra á svölum á byggingunni. VF-mynd: Hilmar Bragi