Heklan
Heklan

Fréttir

Ómar framkvæmdastjóri og Jón stjórnarformaður
Fimmtudagur 17. september 2009 kl. 09:36

Ómar framkvæmdastjóri og Jón stjórnarformaður

Ómar Valdimarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samkaupa. Ómar hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1996 og sinnt ýmsum störfum fyrir það á þeim tíma. Fyrst sem verslunarstjóri í verslun félagsins á Ísafirði, síðar starfi fjármálastjóra og síðast áður en hann tók við framkvæmdastjórn var hann formaður stjórnar félagsins. Nýr formaður stjórnar Samkaupa er Jón Sigurðsson, en Jón sat í stjórn félagsins fram undir lok ársins 2003 og um tíma var hann formaður stjórnar þess. Jón þekkir því félagið og starfsemi þess mjög vel.

Guðjón Stefánsson hefur látið af störfum kaupfélagsstjóra Kaupfélags Suðurnesja og hefur stjórn Kaupfélagsins ráðið Ómar í starf kaupfélagsstjóra sem hann mun sinna samhliða starfi framkvæmdastjóra Samkaupa.

Falur Jóhann Harðarson hefur tekið við starfi starfsmannastjóra Samkaupa, Falur er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur eftir farsælan og langan feril með körfuboltaliði Keflvíkinga, bæði sem leikmaður og þjálfari. Falur hefur síðustu ár starfað hjá Capacent sem ráðgjafi.