Stóru Vogaskóli
Stóru Vogaskóli

Fréttir

Óska eftir lóð undir landeldi fyrir bleikju og lax í Vogum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 26. janúar 2022 kl. 16:58

Óska eftir lóð undir landeldi fyrir bleikju og lax í Vogum

Félagið Landeldi ehf. hefur sent skipulagsyfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum erindi þar sem óskað er eftir lóð undir landeldi fyrir bleikju og lax í sveitarfélaginu

„Félagið hefur áhuga á að verja fjármunum í rannsóknir á svæðinu sumarið 2022 til að kanna físileika á stóru landeldisverkefni. Sveitarfélagið Vogar býður upp á fágæta kosti sem henta landeldi en það er aðgangur að jarðsjó og fersku vatni ásamt nálægð við hafnir og flugvöll fyrir afurðir félagsins. Það er ósk forsvarsmanna Landeldis ehf. að sveitarfélagið taki vel í erindið og í framhaldi verði hafnar formlegar viðræður um samstarf,“ segir í fundargögnum skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga.

VF Krossmói
VF Krossmói

Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að kannað verði frekara samtal við Landeldi ehf. Einnig verði frekari kynning á verkefninu fyrir nefndarmenn, skipulagsfulltrúa og bæjarráð.