Páll Óskar vinsæll í Rokksafni Íslands
Alls heimsóttu 15.594 manns Rokksafn Íslands á síðasta ári og má það helst rekja til vinsælda sýningarinnar um Pál Óskar, Einkasafn poppstjörnu. Hlutfall gesta Rokksafnsins var 90% Íslendingar og 10% erlendir gestir.
Þá seldust 3.793 miðar á viðburði í Hljómahöll á síðasta ári sem er talsverð aukning frá árinu áður þegar 1.660 miðar seldust. Þá jókst velta af útleigu á sölum í húsnæði Hljómahallar um 50% frá árinu áður, að því er fram kemur í ársskýrslu Hljómahallar fyrir árið 2015 sem kynnt var í menningarráði Reykjanesbæjar á dögunum.