Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Fréttir

Pólsk hjón hafa stýrt  framleiðslunni tuttugu ár
Laugardagur 25. janúar 2025 kl. 06:54

Pólsk hjón hafa stýrt framleiðslunni tuttugu ár

Hjónin Mariusz og Sylvia Andruszkiewicz hófu bæði störf hjá Bakkavör í Njarðvík 14. janúar 2005 og hafa stjórnað framleiðslu félagsins í 20 ár. Félagið skipti um nafn og hét Fram Foods í nokkur ár en frá 2013 hefur félagið borið nafnið Royal Iceland.

Þau hjónin eiga lítinn búgarð í smábænum Zawady Elckie í norðaustur Póllandi skammt frá landamærum við Litháen, þar sem þau dvelja yfir sumarið. Lúðvík Börkur framkvæmdastjóri heimsótti þau síðasta sumar og naut einstakrar náttúrufegurðar í skóginum við vötnin en þetta svæði er mikið vatnasvæði. Stutt frá er lítið bæjarfélag með u.þ.b. þúsund íbúum og sagði Mariusz að í því bæjarfélagi væri örugglega hvergi í heiminum hærra hlutfall bæjarbúa sem unnið hafi á Íslandi og giskaði á að mikill meirihluti bæjarbúa og til að mynda allir sem sitja í bæjarstjórninni,  unnið til lengri eða skemmri tíma í Reykjanesbæ. Hjá Royal Iceland hefur í tíð Mariuszar hundruð Pólverja starfað, langflestir frá hans heimaslóðum. 

Í tilefni dagsins var kaka og á myndinni með þeim hjónum er Lúðvík Börkur, aðaleigandi Royal Iceland.